Ég tók eftir því áðan þegar ég var að skoða teljarann á síðunni að margir hafa verið að slæðast inn á síðuna og þá einkum og sér í lagi inn á þessa færslu hér: Páskaungar.
Ef þið prufið að fara á google.com og slá inn leitarorðið Páskaungar þá sjáið þið af hverju straumurinn stendur hingað, síðan okkar er sú fyrsta sem kemur upp.
Greinilegt er að einhverjir eru leitandi að páskaungum á veraldarvefnum en því miður bíður ofangreind færsla upp á lítið annað en sæta mynd. Ég get ímyndað mér að það séu nokkur vonbrigði að fá aðeins þessa einu mynd af páskaungum sem fylgja færslunni svo ég ætla að gera aðeins betur með því að bæta einni við. Bon appétit!
1 ummæli:
Takk! Sló einmitt inn páskaungar á google til að finna sæta mynd í dagbókina mína :) Tek þessa!
Kveðja, Bella (systir Kristjáns)
Skrifa ummæli