mánudagur, 15. maí 2006

Lazy sunnudagur

Það hægði verulega á allri athafnasemi hér á bæ þegar veðrið tók upp á því að kólna. Í staðinn lágum við í leti á sunnudaginn: glugguðum í blöð, vöfruðum um á netinu og tókum til.

Seinni partinn létu við þó verða að því að stinga nefinu út fyrir hússins dyr enda planið að sækja sér björg í bú. Við hjóluðum niður Nørrebrogade og beygðum inn á Fælledvej, þar er nefnilega að finna staðinn Picnic sem okkur langaði að kíkja á.

Um er að ræða tyrknesk/grískan lífrænan veitingastað sem hefur gott úrval af grænmetisréttum. Við fengum okkur sitthvort salatboxið og gátum valið í það þrennt úr salatbarnum. Í næsta húsi er síðan ísbúðin Paradis svo auðvitað kíktum við þangað til að redda eftirréttinum.

Þetta smakkaðist allt mjög vel og svo er svo skemmtilegt að prufa eitthvað nýtt. Næst ætlum við að kíkja á Picnickurven sem mælt hefur verið með við okkur. Það verður þó að vera veður í pikk-nikk á þeim degi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar við bjuggum á Peter Fabers þarna um árið fórum við einmitt á þennan Picnic stað einu sinni. Minnir að hann hafi verið fínn.

Fórum oftar á Paradis :-) Ennþá oftar fórum við á japanskan núðlustað sem er þarna í nærheden. Mæli með miso-súpunni þeirra.

ásdís maría sagði...

Umm, miso-súpa hljómar mjööög vel, takk fyrir tipsið :0)

Það væri nú ekki úr vegi að plana pikknikk í júlímánuði þegar Kongens Have er orðinn að bakgarðinum ykkar og kippa þá með sér einni körfu úr Picnickurven.

Nafnlaus sagði...

Það væri hreint ekki svo galið :-)