þriðjudagur, 27. júní 2006

Auglýsingar

Ég var að horfa á brot úr þættinum hennar Ellenar þar sem hún er alltaf með smá uppistand í byrjun þáttarins. Hún var að tala um auglýsingar og hvernig þær geta fests í hausnum á manni. Síðan rifjaði hún upp nokkrar auglýsingar en þær hringdu engum bjöllum hjá mér.

Hefði hún hins vegar sagt orðið nektar hefði þessi maskína farið af stað í hausnum á mér: Vissir þú að í einu glasi af Nektar er ríflega dagskammtur af c-vítamíni? Nektar, sólarorkugjafi í skammdeginu, Sól hf. Talandi um hvernig auglýsingar festast manni í minni.

Engin ummæli: