miðvikudagur, 28. júní 2006

Skattmann

Við komumst að því um daginn að skattkortið sem við fengum afhent í síðustu viku er almennt skattkort sem veitir lítinn persónuafslátt. Þar sem við erum stúdentar getum við hins vegar fengið skattkort með miklu meiri persónuafslætti svo við höfðum ráðgert að ganga í málið strax að lokinni vinnu einn daginn.

Við bárum þetta undir bossinn Kurt til að fá upplýsingar um hversu mikið lægi á nýja skattkortinu. Hann hringdi á nokkra staði fyrir okkur og gaf okkur svo skipun: takið bílinn og Tine, náið í skattkortið í Sluseholmen og keyrið svo niður á skrifstofu og afhentið Karoline það.

Þetta var ánægjulega óvænt breyting á okkar plönum og í stað þess að bíða í röð og þvælast milli deilda innan skattstofunnar í eiginn frítíma fengum við að gera það á launum.

Engin ummæli: