mánudagur, 19. júní 2006

Drullumall

Áðan kenndum við Lindu í Døgnaranum nýtt íslenskt orð: Drullumall.

Hún tók bakföll af hlátri þegar hún heyrði okkar bera orðið fram en hún lagði ekki í það sjálf. Hver tekur þá bakföll af hlátri?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð alltaf svo dugleg í tungumálanámi/kennslu þegar þið farið út í búð, sbr. arabískuna líka.

ásdís maría sagði...

Arabískan er algjörlega Baldurs mál, ég reyni ekki að fylgja því eftir þó mér finnist það aðdáunarvert hjá Baldri. Þeir eru nefnilega svo harðir þessir kennarar í Jerusalem, en þangað fer Baldur í kennslustundir þegar hann kaupir salat :0)