mánudagur, 17. júlí 2006

Góð rútína

Það er hrein snilld að vera farin að vinna, fyrir vikið erum við nefnilega komin í svo góða rútínu. Við vöknum alltaf klukkan fimm í morgunsárið, drekkum te, hlustum á fuglasöng og góða tónlist og setjumst svo við lærdóm. Svo spillir ekki að fá lykt af nýbökuðu brauði og bakkelsi frá Ørnebageriet.

Klukkan sjö mætum við svo í vinnuna og erum til 15:30 á mánu- og þriðjudögum en búin kl. 14:30 hina þrjá daga vinnuvikunnar. Þá tekur við eldamennska, enn frekari lærdómur og svo upp í rúm um níu leytið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð bara alveg eins og við!
Hlakka til að heyra í ykkur.

ásdís maría sagði...

Ekki leiðum að líkjast :0)