föstudagur, 21. júlí 2006

Mér finnst rigningin góð

Danmörk undanfarna daga: molla, erfitt að anda, erfitt að hreyfa sig. Mér finnst það ætti að vera bannað að vinna í svona hita.

Í gær var brakandi þurrt, 30 gráður og miskunnarlaust sólskin. Það var svo heitt að við gátum stungið í vél, hengt upp úr henni um fjögur leytið og síðan tekið þvottinn niður af snúrunni fimm tímum síðar.

Í morgun fór loksins að rigna enda ekki hægt annað, svo mikill var rakinn orðinn. Það rigndi á okkur á leiðinni í vinnunna og líka í vinnunni og við þökkuðum fyrir hvern dropa og hvert ský sem skyggði fyrir sólu. Ég hefði haldið að hugsanir á borð við þessar væru Íslendingi líffræðilega ómögulegar en nú veit ég fyrir víst að við getum alveg fengið nóg af sól og blíðu eins og aðrir.

Engin ummæli: