laugardagur, 1. júlí 2006

Ti & tyve

Í dag fórum við Ásdís í ekta havefest. Veislan var haldin í tilefni af þrítugsafmæli Gunna vinar míns sem kýs að kalla það ti & tyve.

Í garðinum var gott skjól og því myndaðist mikill hitapottur og í ofanálag var notast við stærsta kolagrill sem ég hefi nokkurn tímann séð. Á grillið fara venjulega 30 kíló af kolum þó Gunni hafi látið 20 duga. Allir mættu með sitt á grillið, við með Nutana borgara, súrar gúrkur og lauk.

Í veislunni var skemmtileg blanda af fólki, þó aðallega íslensku og dönsku. Ekki spilltu heldur sýnisferðir um íbúð þeirra skötuhjúa (Gunna og Tínu) sem er vægast sagt stórkostleg. Haft var á orði að ekki væri langt að bíða komu ljósmyndara Bo bedre og Gestgjafans, svo flott var þetta allt saman.

Frá vinstri: Einar og dóttir, Gunni, Hafrún, Siggi, Hörður, Ellert, Ásdís

Engin ummæli: