Í júnímánuði komst ég loksins á almennilegt skrið í MA verkefninu. Fram að þeim 19. sat ég við og las yfir viðtölin og náði meira að segja að afrita eitt þeirra sem var hálfgerð eftirlegukind frá því í fyrra.
Á sama tíma og ég stóð mig vel í lærdóminum tókst mér líka að kíkja í eina bók. Segjum öllu heldur að bókinni hafi tekist að lokka mig til sín. Stella hafði lánað Baldri Harry Potter and the Half-Blood Prince en þar sem ég hef hingað til lesið Harry Potter í íslenskri þýðingu ætlaði ég ekki að fletta henni. En eins og fyrr segir var ég ekki með sjálfri mér og að hafa bókina liggjandi á borðinu fyrir hunda og manna fótum veit aðeins á eitt: ég fletti henni þangað til það var ekki hægt að fletta meira, svo fór ég að vola.
Það eru fleiri stórverk sem hægt er að strika út af listanum en nýjustu Harry Potter bókina. Í júní sáum við báðar Kill Bill myndirnar og King Kong og Harry Potter and the Goblet of Fire og síðustu þættina af Lost. Þetta var sem sagt mjög skemmtilegur kvikmyndamánuður eins og I kan godt forstille jer.
Í heildina litið vorum við samt lítið inni við í júní og þeim mun meira utandyra: við kíktum í Østre Anlæg og stunduðum útileikfimi af kappi, röltum um Kongens Have og þefuðum uppi skuggasund, fundum þennan fína tennisvöll og urðum okkur í framhaldi af því úti um tennisspaða. Þá héldum við upp á 17. júní í blíðskaparviðri, heimsóttum Kristjaníu á góðum degi, fengum sumarvinnu og höfum síðan þá verið úti við á hverjum degi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli