Þegar við vorum nýflutt inn á Frederikssundsvej og vorum enn að koma okkur fyrir höfðum við það fyrir sið að horfa á einn til tvo þætti af þáttaseríunni Lost í lok dagsins.
Þegar dró að lokum seríunnar tókum við eftir því að næstsíðasta þáttinn vantaði inn í. Við urðum því að láta staðar numið og bíða. Í gær lauk svo tíu mánaða bið þegar við fengum í hendurnar tvo síðustu þættina. Við ætlum að horfa á þá í kvöld og ég er mjög spennt.
1 ummæli:
En hvað ég skil ykkur vel að hafa verið spennt í LOST. Við erum nýbúin að horfa á fyrstu seríuna og ég hefði ekki getað stoppað með tvo þætti eftir.
Skrifa ummæli