Í morgun mættum við í atvinnuviðtal hjá KTK (Kommune Teknik København) sem Nordjobb og góð tengsl redduðu okkur. KTK sjá um að halda Kaupmannahöfn hreinni og fínni og eru því eins konar bæjarvinna.
Við töluðum við Morten og Kurt og þeir buðu okkur að gerast sumarstarfsmenn eða sommerfugle eins og þeir eru víst kallaðir þarna niður frá. Við sögðum já takk og byrjum á morgun.
Það er eitthvað mjög skemmtilegt við þá tilhugsun að fá að vera fiðrildi yfir sumartímann :0)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli