sunnudagur, 11. júní 2006

Rölt í skuggum

Púhe, þvílíkur hiti! Í gær fórum við í Kongens Have til þess að upplifa danska sumarstemningu. Það tókst með endumum vel enda fólk á strandfötum út um allan garð, inni í miðri borg.

Við entumst ekki lengi í steikjandi garðinum og leituðum skjóls í skuggasundum við Strikið. Við höfðum nefnilega verið upplýst um að þessa helgi yrðu geislar sólar sérdeilis sterkir og jafnvel varasamir.

Skuggaröltið leiddi okkur inn í Søstrene Grene, sem er ein af mínum uppáhaldsbúðum (þar er svo mikið dót!). Eftir hraða yfirferð kom í ljós að í körfunni okkar voru komin gullfalleg glös myndskreytt með göfugum skepnum (Hlöðveri grís og félögum).

Á bakaleiðinni keyptum við okkur sólgleraugu til að sjá handa okkar skil í allri birtunni. Þannig gátum við líka skoðað litlu, sætu andarungana í Kongens Have á leiðinni heim aftur.

Sólbökuð fegurð

Ættarmót Hlöðvers gríss

Herra Grís


Sæll með sólgleraugu

Ekkert ljótt við þessa andarunga - en litlir eru þeir!

Sæl með sólgleraugu

Engin ummæli: