Ég hef ekki fengið sumargjafir í langa tíð. Í svona steikjandi hita eins og hefur verið í Danmörku undanfarið er gaman að gleðja sig og kaupa sínar eigin sumargjafir.
Við fundum heilan rekka af sumardóti í Nettó áðan. Við keyptum okkur sitthvorn tennisspaðann til að nota á tennisvellinum góða. Svo átti ég bágt með að kaupa ekki allt sem var í boði eins og götukrítar og marmarakúlur, en ég lét það nú eiga sig og keypti bara sápukúlur og bókina 3003 sporsgsmål & svar. Í sumargjöf fyrir sig keypti Baldur sippuband og Mozzarella di Buffala.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli