Oft hefur ég heyrt fólk tala um gúrkutíð. Mér finnast gúrkur góðar og tel því gúrkutíð vera hina bestu tíð. Um þessar mundir er hún þó ekki aðaltíðin því að undanförnu hafa grænmetisbúðirnar hér í kring boðið jarðar- og kirsuber í stórum stíl og á góðu verði.
Það er nefnilega jarðarberjatíð hér í Danmörku og kirsuberjatíð í nágrannalöndunum, namminamm. Þessari berjatíð fer þó senn að ljúka en það er allt í lagi hunangsmelónu- og kantalópuvertíðin er byrjuð og vatnsmelónurnar eru rétt handan við hornið.
Það má því segja að innan einnar árstíðar felist margar og mismunandi tíðir. Tíð má einnig skipta út fyrir orðið tíma og tími samanstendur af stundum. Ég sé því framá margar og góðar stundir.
1 ummæli:
Hér í 101 er gúrkutíðin toppurinn, annars er flatkökutíð allt árið í Kolaportinu (sagði Pollýanna með vatn í munni og brosti i gegnum tárin). ;-)
Skrifa ummæli