Ég hef undanfarnar tvær vikur staðið í beðahreinsun við P. Knudsens Gade (á vinnutíma alt svo). Þrátt fyrir afspyrnu háan arfa er ég orðin svo vön þessari beðahreinsun að ég kippi mér ekki upp við það. Það gerist í raun aldrei neitt frásagnarvert í beðunum, ég lendi t.d. aldrei í því að flækjast í arfa eða vera étin af blómi.
Í dag kom hins vegar svolítið óvænt upp á: ég gróf gröf. Og fylgdi því eftir með stuttri jarðarför. Ég fann nefnilega tvo vængi liggjandi í beðinu en öll önnur vegsummerki fyrrum eiganda voru horfin. Mér dettur helst í hug að engill hafi stigið til jarðar og haft fataskipti þarna í háa arfanum.
2 ummæli:
Það hlýtur að vera, enda var svo heitt.
Tíhí, mikið rétt, því hafði ég alveg gleymt :0)
Skrifa ummæli