föstudagur, 11. ágúst 2006

Skriður

Þá er fjórði dagur veikindaleyfis á enda og mér hefur orðið mikið úr verki á meðan. Merkilegt hvað maður verður afkastamikill þegar maður er heima en ekki úti að tína arfa, haha.

Ég yfirfór risavaxinn stafla af fræðigreinum og líður nú mun betur enda fékk ég alltaf sting í magann í hvert sinn sem mér varð litið á hann. Þá er ég búin að yfirfara allar bækurnar sem ég tók með mér auk þeirra sem ég fékk á mannfræðibókasafni KU og er fyrir vikið komin með dágóða heimildaskrá.

Helgin fer síðan í að skrifa, skrifa, skrifa.

Engin ummæli: