miðvikudagur, 9. ágúst 2006

Lakkríste

Um daginn fórum við í skemmtilegu heilsubúðina Egefeld á Gammel Kongevej og keyptum þar nýja tetegund frá Yogi teframleiðandanum.

Venjulega drekkum við te frá Celestial Seasonings og gerum okkur þá ferð í Søstrene Grene til að skoða úrvalið en nú liggur Egefeld bara svo vel við á leiðinni heim úr vinnu. Þeir selja hins vegar ekki Celestial Seasonings te svo við höfum þurft að söðla aðeins um.

Nú sit ég við tölvuna og sötra lakkríste og það er óskaplega bragðgott. Ég er sko í veikindaleyfi frá vinnu í dag og nota að sjálfsögðu tækifærið til að vinna í verkefninu góða. Þá er gott að hafa vin í bolla sér við hönd.

Svo má ekki gleyma afmælisbarni dagsins: Til hamingju með daginn elsku mamma - það er alltaf gaman að eiga afmæli. Hlakka til að drekka með þér bolla af lakkrístei þegar ég kem heim.

Engin ummæli: