fimmtudagur, 7. september 2006

Þegar fólk lætur undarlega

Um daginn varð ég vitni að skemmtilegum látbragðsleik. Leikarinn var reyndar ekki fagmaður heldur frekar leikmaður en engu að síður fékk sýning hans mig til að glotta. Sýningin gekk út á það að láta undarlega og ná með því athygli borgara á borð við mig. Hann stóð sem sagt upp við eitt af trjánum við Halmtovet og strauk stofninum blíðlega eins og hann væri að klappa kisu.

Í fyrstu hélt ég að um væri að ræða samstarfsmann í dulargervi (hann var klæddur að hætti óbreyttra borgara) en svo áttaði ég mig á því að svo var ekki. Eina skýringin sem kom í huga mér eftir það var að hann væri ekki alveg eins og fólk er flest. Einhverja hluta vegna fannst mér sú greining þó ekki passa við kauða, það var eitthvað venjulegt við hann.

Svo rak ég augun í sökudólginn. Þessi sökudólgur er sekur um að breyta eðlilegasta fólki í dýrindis trúða, sérstaklega ef það er á almannafæri. Trjástrokurnar skrifast á það að hann stóð og talaði í gemmsann.

2 ummæli:

Kort sagði...

Gaman að finna síðuna ykkar, aftur... en að lesa það að herra heilbrigði sé að reykja er hneisa... greinilegt að danirnir eru að ná ykkur mar.

ásdís maría sagði...

Velkomin aftur gömlu refir :0) Alltaf gaman að fá nýja lesendur að blogginu.

Við kíktum að sjálfsögðu á ykkar blogg, flutt til Bandaríkjanna og hvað eina, aldeilis völlur á ykkur. Við reynum að toppa það með því að flytja til Indlands ;)