þriðjudagur, 31. október 2006

Októberannáll

Þriðji seinasti mánaðarannállinn er kominn í loftið. Ég er að hugsa um að slá nýtt met: hafa hann örstuttan svo ég sleppi auðveldlega í þetta skiptið.

Nú, nú í stuttu máli þvældumst við frá Kaupmannahöfn til Kraká og Berlínar og þaðan til Íslands í október. Eins og vera ber sáum við margt áhugavert á ferð okkar, en Kraká í heild sinni er þó eitthvað sem ég mæli með, og sneið af sernik (ostakaka).

Við náðum líka að verða veik, sum okkar tvisvar meira að segja. Ég náði að lesa Cirque de Freak (góð), Tíma nornarinnar (sæmileg) og Eragon (æði) en glugga í enn fleiri eins og vera ber. Svo útskrifuðumst við, slöppuðum í kjölfarið af með tilheyrandi ferðum í heita potta og gufu Laugardalsins. Við fórum líka í þó nokkur matarboð og hittum ættingja eftir langa fjarveru. Búið :0)

Engin ummæli: