Í morgun sótti Einar mig og var planið að fara á eitthvert svæði í grennd við Þingvelli. Hafði áðurnefndur Einar í hyggju að veiða sér rjúpu í matinn eða í það minnsta að kanna aðstæður til slíkra framkvæmda.
Alla bílferðina var mikill vindur og hitamælirinn í bílnum sýndi yfirleitt í kringum tíu stiga frost. Þegar við komum að þeim vegspotta sem liggur að heimili herra og frú rjúpu reyndist ófært en bara til að kíkja keyrðum við rólega á móti ófæruskiltinu.
Jú, jú, það var ófært. Yfir veginn þveran lá snjóskafl af stærri gerðinni og að auki harður sem grjót. Það var ekki annað í stöðunni en að snúa við. Eða hvað? Þar sem við vorum vel útbúnir stóðum við í það minnsta upp, þó ekki væri nema bara til að koma blóðinu á hreyfingu.
Það má segja að sú áætlun hafi gengið eftir því við rönkuðum við okkur uppi á einhverjum grjóthól sem sennilega fengið nafnið K3 í Danmörku og Hollandi. Uppi á toppi var fimbulkalt og hvassviðri mikið.
Til þess að ná myndinni að neðan á símann minn fékk ég svo slæmt kal að höndin var tekin af við öxl. Við erum svo fallegir að eftir á að hyggja þótti mér það vel þess virði. Pottur og gufa í Hördígördí lífinu toppuðu svo dæmið.
3 ummæli:
Ahaha, hégóminn alveg að fara með snáðann :)
...og ekki að undra, kannski!
:-)
ég meina múmínmamma!
Skrifa ummæli