þriðjudagur, 14. nóvember 2006

Síðasta sprautan

Í morgun lögðum við Ásdís til atlögu við síðustu bólusetningatörnina vegna væntanlegrar Asíureisu. Á heilsugæslustöð Kópavogs fengum við viðtal við bólusetningalækni sem gat gefið okkur mörg og góð ráð um það hvernig ætti að haga sínum málum fyrir, í og eftir reisu af þessu tagi.

Það vildi meira að segja svo heppilega til að hann var nýkominn frá Indlandi sjálfur og tók ég enn meira mark á honum fyrir vikið. Einu komumst við þó að sem ekki var jafnhressandi, við þurfum að fá fleiri bólusetningar. Þetta var semsagt alls ekki síðasta bólusetningartörnin.

Engin ummæli: