laugardagur, 23. desember 2006

Indverskur Þorlákur

Óhætt er að segja að þessi Þorlákur sé öðruvísi en nafnar hans úr fortíðinni. Ekki aðeins hvað Laugarvegsleysi varðar, né hita, sól og sjó.

Í dag fór ég á rakarastofu og þá meina ég RAKARAstofu. Fékk þvílíka meðferð á allt andlitið, olíur, krem og hvaðeina. Er að sjálfsögðu eins og nýr á eftir.

Herlegheitin kostuðu mig 45 krónur en þetta er náttúrulega frekar dýrt þar sem Goa er ferðamannastaður.

Engin ummæli: