sunnudagur, 24. desember 2006

Jólakveðja

Það er kominn aðfangadagur!

Svínin í bakgarðinum ríta, hundarnir gjamma, trumbusláttur frá nágrannanum, annar nágranni liggur í hengirúmi, við sitjum á veröndinni og stiknum. Ekki beint hátíðleg stemmning en við höfum hugsað okkur að bæta úr því með því að versla praktískar jólagjafir, fara á góðan veitingastað og kíkja síðan í kirkju Móður Teresu í nágrannabænum Chaudi til að hlýða á miðnæturmessu.

Annars eru margir í kringum okkur búnir að skreyta kofana sína með ljósaseríum, blómakrönsum, jólastjörnum og englahárum. Við ætlum að skreyta eftir miðnætti þegar jólum er hringt inn heima, þá ætlum við að kveikja á kertum og myrru á veröndinni, hlusta á plötu Páls Óskar og Moniku, skiptast á pökkum og vonandi narta í súkkulaði (ef við finnum það einhversstaðar!).

Gleðileg jól öll sömul, við söknum ykkar nú alveg pínulítið sko.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

GLEÐILEG JÓL

Hjartanlegar jólakveðjur
í von um að þið hafið það
gott og njótið jólanna eins
og hægt er miðað við aðstæður.

Mikill sökknuður
í gangi og smá áhyggjur.

Alltaf gaman að lesa bloggið
ykkar.

MAMMSÝ

Hafrún sagði...

Elsku Baldur og Ásdís !
Èg óska ykkur gledilegra jóla og farsældar á komandi ári. Gaman ad vera loksins komin med linkinn ad blogginu ykkar. Mun algjørlega fylgjast med ævintýrinu.
Kvedja frá íslandi ( er sko í jólafríi)
Hafrún kaupmannahafnarbúi.

Nafnlaus sagði...

Kæru Indíafarar,
Bestu þakkir fyrir fróðlega pistla um ykkar leiðangur, en þeirra hafði ég beðið með eftirvæntingu.
Hér líður öllum vel í yndislegu veðri.
Gleðileg jól, hlakka til að sjá ykkur og heyra á nýju ári.
Ykkar
Pétur afi

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið og gleðilega hátíð.
Pabbi og mamma í útilegu í Kópavogi

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir póstinn, það var gaman að heyra frá. Gleðileg jól og gangi ykkur vel. Vil benda ykkur á að safna síðu vegna gríðarlegs kostnaðar við klippingu. Jólakveðjur.
Hilda og Ásgeir.

ásdís maría sagði...

Takk fyrir allar fallegu kvedjurnar, thaer eru frabaerar jolagjafir. Vid soknum ykkar allra :0)

Nafnlaus sagði...

Til hammara med ammlid Sidsa, vonandi diggudud thid jola-ilminn :)
-AE og SO