Að stunda jóga er góð skemmtun hvort sem leikfimin er af andlegum eða líkamlegum toga. Við höfum mætt í Hathajógaleikfimi á tveimur stöðum, annars vegar hjá Indverja, sem kennir á ströndinni, og hins vegar hjá austurrískri konu, sem er búsett hér í bæ og kennir í sérstökum jógasal.
Boðið er upp á tíma kvölds og morgna hirst og her um svæðið svo ekki vantar úrvalið. Ef ég ætti að kveða upp einhvern dóm í málinu þá kunni ég mun betur við indverska jógatímann og þykir bastmotta á gullsandi vera hin fullkomna jógaaðstaða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli