Um helgina barst okkur tölvupóstur frá Sigrúnu þess efnis að okkur væri boðið í heimsókn til Puttapartí og sótti hún okkur á mánudagsmorgun með einkabílstjóra sér til fulltingis. Á leiðinni ræddum við heima og geima, meðal annars áfangastaðinn.
Puttaparti og tilvera þess snýst öll um mann að nafni Sai Baba sem ku vera mikill kraftaverkakarl og hafa margir lagt leið sína til hans í þeim tilgangi að styrkja sig andlega eða jafnvel fá bót við meinum af ýmsu tagi.
Ekki er hann alveg tengslalaus við efnisheiminn því hann hefur þá skemmtilegu skoðun að byggingar eigi að færa fólki gleði. Þegar ég barði sumar bygginganna augum byrjaði ég ósjálfrátt að brosa svo þetta plan hans virðist virka.
Á göngum okkar um bæinn settum við allt á annan endann með myndatökum, sáum leðurblökuger um hábjartan dag, lásum spakmæli Sai Baba á ótal tungumálum og heimsóttum óskatré. Óskatréð virkar þannig að maður skrifar ósk á blað og hengir á tréð sem við auðvitað gerðum og nú er bara að sjá hvort það virki.
Þessir tveir dagar í Puttapartí voru æðislegir og sýndi Sigrún okkur allt sem hægt er að sjá á svo þeim tíma í þessum litríka bæ. Eins og venjulega átti hið fornkveðna ÖRNK spakmæli við: Time is fun when you're having flies.
Hér eru myndir úr ferðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli