Ég held áfram að taka strætó til vinnu þó um sé að ræða morðvopn mikil og skæð. Ástæðan er einföld: strætó er ódýrari en auto, þægilegri því maður situr hærra og verður því síður var við mengunina og síðan þarf maður ekki að semja um verð fyrir ferð.
Eina sem autoar hafa fram yfir strætó er plássið, í strætó er maður yfirleitt kraminn upp við næsta mann. Það sem gerir þetta bærilegt er þó að indverskir vagnar er kynjaskiptir: karlar að aftan og konur að framan. Þannig sleppur maður alveg við glápandi augu og áreitni.
Á leiðinni heim í dag fékk ég síðan lúxusmeðferð: ég fékk sæti í bleikum vagni sem einvörðungu er ætlaður konum. Ekki það að ég sé neitt á móti indverskum körlum, það er bara óneitanlegra rýmra um mann ef þá vantar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli