Indverjar eru svo ýtnir! Á biðstöðinni í dag beið ég eftir vagni nr. 330 til að komast upp í Shivaji Nagar, þaðan tæki ég síðan vagn 300 eða 302 heim. Að garði bar aðra konu sem tók til við að bíða eftir vagninum eins og ég.
Eftir um fimm mínútna bið leit hún skyndilega á mig og sagði með öryggi þess sem allt veit: "Vagninn kemur ekki, við verðum að labba út á næstu stöð," og bendi út veginn. "Komdu!" sagði hún svo og gerði sig líklega til að tosa í handlegginn á mér eins og góðra Indverja er siður.
Ég hélt nú ekki og reyndi að koma konunni í skilning um að stundum þyrfti maður að bíða lengur en fimm mínútur eftir vagninum. Það var eins og að skvetta vagni á gæs, ekkert hreyfði við henni og hún hélt á brott, móðguð yfir því að ég skyldi ekki hlýða henni og eins og góðum rakka sæmir. Ég var hins vegar fegin að hafa staðið á mínu því þremur mínútum síðar renndi vagninn að gangstéttabrúnni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli