Við áttum yndislegan gærdag. Við kíktum á uppáhaldsstaðinn okkar hér í Bangalore, bókabúðina Crosswords og eyddum þar hátt í þremur tímum. Svoleiðis leiðir náttúrulega bara til eins: maður kemur út klifjaður.
Bækurnar sem ég keypti mér eru ægifagrar og spennandi: The Brooklyn Follies eftir Paul Auster, Girls in Pants eftir Ann Brashares, The Name of the Rose eftir Umberto Eco, Saving fish from drowning eftir Amy Tan og síðast en ekki síst The Water Babies eftir Charles Kingsley. Baldur keypti sér bókina Thinking and Growing Rich eftir Napoleon Hill.
Eftir þetta fórum við í verslunarmiðstöðina Garuda og fengum okkur Subway. Það var svo gott! Hver hefði trúað því að nýbakað brauð með fullt af fersku grænmeti og góðu sinnepi gæti braðgast svona vel? Til að fagna því að hafa boðið bragðlaukunum upp á nýmeti á borð við Subway fengum við okkur í eftirrétt sneið af mocca ostaköku og pinacolada íste með. Eftir svona bæjarferð brosir maður allan hringinn.
2 ummæli:
lauk við Brooklyn Follies í gær og get alveg sagt þér að hún er ótrúlega skemmtileg... en líklega ertu búin með hana líka núna og veist allt um það, eða hvað?
Ju mikid rett, eg spaendi hana i mig a nokkrum timum, alltaf svo gradug i godar sogur :0)
Skrifa ummæli