Um þessar mundir eru íslenskir bankar að taka upp notkun svokallaðra auðkennislykla og var Fríða vinkona okkar svo almennileg að senda okkur slíkan í pósti. Í dag kom svo umslag frá bankanum, vííí, en ekki kemst maður langt á umslagi. Umslagið var semsé opið og lykilslaust.
Kannski er þetta eitthvað öðruvísi en annars staðar. Ódýrt vinnuafl gerir mögulegt að bera fyrst út umbúðirnar og svo innihaldið. Ég geri því ráð fyrir að einhvers staðar í Bangalore sé nú bréfberi að reyna að læra á nýja USB straujárnið sitt. Vonandi kemur það í góðar þarfir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli