miðvikudagur, 7. febrúar 2007

De danske piger

Við ýmsu bjóst ég í Indlandi en ég bjóst alls ekki við að fá tækifæri til að æfa dönskuna mína hér í Bangalore. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að tvær danskar stelpur komu um daginn til Bangalore til að stunda starfsnám í gegnum MASARD.

Dönsku stelpurnar heita Maria og Pernille og þær stunda nám í félagsráðgjöf við háskóla í Árósum. Þær ætla að vera í Bangalore næstu fimm mánuði, aðallega á munaðarleysingjahælinu og í slömmunum.

Við hittum de danske piger í dag. Maria átti 24 ára afmæli og í tilefni af því var haldin afmælisveisla í Ashanilaya.Við fengum snakk og gos, súkkulaðiafmælisköku með Dannebrog og fórum í leik með börnunum þar sem við sungum á dönsku. Ánægjulega súrrealísk upplifun, fer ekki ofan af því.

Engin ummæli: