miðvikudagur, 14. mars 2007

Borðað í Pondy

Í kvöld bauð Magnús vinur okkar til kvöldverðar í Pondycherry. Ásdís var í forsæti þeirrar nefndar sem sá um staðarval. Fórum við á stað sem heitir Satsanga og vorum ánægð með það. Mest dönsuðu þó bragðlaukar mínir þegar þeir fengu almennilegt salat með ólífuolíu og sinnepsdressingu, hef saknað hennar.

Meðan við sátum og spjölluðum sáum við að maður að nafni Eamon sat og brosti til okkar. Eamon þessum kynntumst við í Goa um jólin og fengum tölvupóstfangið hans en af einhverjum ástæðum hafði ég ekki enn sent honum póst.

Síðan við hittumst síðast hafði hann flakkað um N-Indland þvert og endilangt og var nú í örstuttu stoppi í Pondy að hitta kærustuna sína. Ég veit nú ekki hvað á að segja við svona tilviljunum, kannski bara takk. Við skiptumst á tölvupóstföngum aftur en nú var efnt til keppni, hvor verður sneggri.

Engin ummæli: