Á þessum næstseinasta degi mínum í vinnu hjá Masard kenndi ég samstarfskonum mínum Elizabethu og Öshu að nota tölvupóst. Það gekk brösulega, bara af því ég gerði ráð fyrir að þær kynnu meira en raun bar vitni.
Þegar ég hafði áttað mig á því að þær kynnu ekki einu sinni að opna Firefoxinn varð ég að beita öðrum ráðum. Útkoman var að Asha gat opnað póst frá mér sem ég hafði sent henni á splunkunýja gmailið hennar.
Til að gjalda greiðann kenndu þær mér hvernig maður bindur upp sarí. Ég er ekki alveg viss um að það sé eins praktískt og að kunna að fara á netið en það var engu að síður akkúrat það sem ég vildi læra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli