Ég vaknaði í morgun og var þá komin með kvef. Ég veit ekki betur en að um sé að ræða fyrsta kvef Asíureisunnar svo varla get ég kvartað. Ég er samt ekki sátt því kvef eru mér alltaf til ama, með nefrennsli og tárugum augum.
Ég er búin að drekka sólhattsgostöflur, tyggja Selen + A, C, E vítamíntöflur og bera Vicks á gagnaugun, nasirnar og efri vörina. Ég kenni viftunni um að hafa ofkælt mig í svefni nóttina sem leið. Ég neita alfarið að sjá fylgni milli lakkrískaupa og kvefsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli