miðvikudagur, 20. júní 2007

Jóakim aðalönd og Kolbeinn kafteinn kveðja

Þessar ágætu hetjur voru sendar lönd og leið að sinni þegar ég lét hið margumtalaða skegg fjúka. Þar sem ég hafði látið ræktunina ganga algerlega náttúrulega fyrir sig var þetta orðin einhver blanda af Kimma og Kobba, þ.e. Jóakim aðalönd og Kolbeini kafteini.

Nú eru rúmir tveir mánuðir síðan tilraunin hófst og því ágætt að breyta til. Rakarinn sem ég fór til var sá alnatnasti í greininni og snurfusaði mig allan fram og til baka: rakaði skeggið af í tveimur eða þremur umferðum, klippti nefhárin, rakaði eyrun, ennið og andlitið allt.

Eftir allan þennan rakstur var ég smurður fram og til baka með olíum, rakspíra og talkúmi og fékk að auki axlanudd og einhverja sérmeðferð á ennið (blautur, ilmandi og ískaldur þvottapoki beint úr ísskápnum!). Nú ætla ég bara að byrja að safna aftur svo ég geti drifið mig til rakarans og farið aðra salíbunu!

Fyrir

og eftir...

7 ummæli:

ásdís maría sagði...

Yngdist um 10 ár á 10 mínútum og getur nú andað léttar. Eða það geri ég allavega :o)

Unknown sagði...

Þú ert eins og nýsleginn túskildingu :)

Nafnlaus sagði...

Já það er gamann að láta dekra við sig á stofunum í Tæ!
Er ekki Ásdís ánægð með útlitið?
Þú ert sætari svona!!!!
Kveðja,
Stjáni

Unknown sagði...

Baldur er alltaf sætastur, með og án, mit und ohne, gant ha hep.

Unknown sagði...

Já, nú ertu farinn að líkjast sjálfum þér. Fallegur og mjúkur, eins og nafnið gefur til kynna

baldur sagði...

Þakka ykkur fyrir öll fallegu ummælin. Mér finnst þetta nú allt annað líf sjálfum í búðinni.

Ég naut hvers andartaks í stólnum og ég held að Ásdís sé ánægð með nýja lúkkið, alla vega kyssir hún mig oftar ;-)

Nafnlaus sagði...

Þú breytist úr argasta talíbana yfir á dísætan Bollywoodprins.No wonder you got more kisses.Felicidades bonito.
Kvveðja geiriiiiiiiiiiiiiii