Þá er þriðji dagurinn á Koh Tao eyju að kveldi kominn og við erum hægt og rólega að komast inn í þægilega rútínu. Sitjum út á svölum í morgunsárið og lesum, kaupum okkur ferska ávexti í bröns og dreypum á tei eða ferskum safa í hádegismat. Heilsum Bono og frú sem koma flögrandi upp á handrið, kannski vonast þau eftir því að fá snarl frá okkur.
Strákarnir tóku upp á því að gera jóga á svölunum seinnipartinn í dag á meðan ég lá og las í The Tipping Point. Fyrir kvöldmat lét ég síðan taka saumana úr ilinni og get ekki lengur státað af þremur sporum þar. Nú get ég næstum gengið um eins og hver önnur manneskja, ég er meira að segja komin með húðlitaðar sáraumbúðir. Ég er samt enn með holu ofan í fótinn, nú er húð farin að gróa yfir. Góður fréttirnar eru þær að ég finn ekki lengur fyrir saumum þegar ég stíg niður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli