fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Menningaraðlögun

Menningaraðlögun Elfars gengur alveg hreint með ágætum og virðast tælenskir siðir fara einkar vel í hann eins og aðra Íslendinga. Í kvöld var tekið nýtt skref í menningarprógramminu og borðað á einum af götustöðum hverfisins. Þetta eru ákaflega einfaldir staðir að sjá, oft á tíðum eldhúsborð á hjólum með snyrtilega röðuðum plaststólum og borðum á götunni og gangstéttinni í kring.

Oftar en ekki er besta matinn að finna á þessum stöðum og var það einmitt raunin í kvöld. Yndislegir tælenskir réttir í lange baner, hver öðrum betri. Það sem þessir staðir hafa líka fram að færa er stemning sem er víst ekki hægt að framkalla neins staðar annars staðar en úti á götu í Tælandi. Tælensk menningaraðlögun ætti að mínu mati að kallast menningaraðlöðun og ekkert annað!

Eftir matinn var Ásdís borin upp á herbergi en við Elfar tókum rölt um Khao San og nokkrar hliðargötur. Eins og venjulega var stemningin lífleg og margt um manninn þó óvenju fáir tuc-tuc bílstjórar hafi reynt að koma okkur á ping-pong sýningar.

Af öðru og alls óskyldu þá prófaði Ásdís einn af yngstu þjóðaréttum Skota í dag. Eins og svo margt á matseðli þeirrar heilsumeðvituðu þjóðar innihélt rétturinn hvorki harða fitu né sykur (lesist sem öfugmæli). Þessi réttur er ekkert annað en... tromm, tromm, tromm: Djúpsteik Mars!

Engin ummæli: