sunnudagur, 18. nóvember 2007

Afmælisveislan

Í gær átti Valeriya 27 ára afmæli, hipp hipp húrra! Okkur var boðið í afmælisveislu, sem við að sjálfsögðu þáðum með þökkum, kjörið að fresta ferðalögum um einn dag í viðbót. Það hefur gjarnan verið háttur okkar að lengja hvert stopp frekar en að stytta og blekki ég sjálfan mig með þeirri hugmynd að ég eigi nógan tíma eftir hér og þurfi ekkert að fara heim.

Afmælisveislan fór öll vel fram, var haldin á frönskum sælkerastað og fengu allir gott í gogginn. Íslendingar voru í hlutfallslegum meirihluta á móti Rússum, þrír á móti fimm. Eftir mat og drjúgt tjill á veitingastaðnum röltum við um Walking Street og Boys Town með vertunum.

Það er gaman að vera á lifandi stað í góðum félagsskap og margt sem hægt er að læra af frjórri umræðu. Þá koma upp hugmyndir um einn dag enn, bara einn... Nú er það bara allt í einu ekki hægt. Af þeim sökum kvöddum við Valeriyu eftir velheppnaða og skemmtilega afmælisveislu í gær og Pétur frænda fyrir u.þ.b. fjórum tímum.

Nú erum við hins vegar komin til Bangkok, tveir dagar í flugtak. Mjög, mjög skrítið.

Engin ummæli: