fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Komin heim!

Fyrirsögnin segir allt sem segja þar: Við erum komin heim á klakann.

Við komum með flugi frá Stokkhólmi í gær og vorum samferða Fernando í vélinni, en eins og menn muna komumst við að því í ryðgaðri rútu í Laos að við ættum sama flug milli Stokkhólms og Keflavíkur. Okkur fannst það skylda okkar að sýna honum það litla sem við gátum af Íslandi og við lendingu reyndist það vera flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar fundum við íslenska fánann, skemmtileg póstkort og íslenskt sælgæti í tonnatali. Ég reyndi að sannfæra hann um gæði íslenska rjómasúkkulaðisins en lét alveg vera að minnast á lakkrísinn, minnug viðbragða nokkurra Brasilíumanna ("Þið eruð að plata, ykkur finnst lakkrís ekkert góður").

Þrátt fyrir fögur fyrirheit höfum við enn ekki náð að sjóða ýsu, fara í Laugardalinn eða hitta alla fjölskylduna. Við höfum hins vegar fengið okkur lakkrís, Lindubuff, vatnsglas og máltíð Á næstu grösum.

Við erum með gömlu símanúmerinn (sem við áttum í stökustu vandræðum með að rifja upp). Svo er bara að slá á þráðinn!
Baldur: 697 9560
Ásdís: 690 8469

1 ummæli:

Kris sagði...

Loksins ;)

En hvert er heimilisfangið ykkar?....