Við erum þá komin til Evrópu, alla leið til Svíþjóðar meira að segja, og erum í góðu yfirlæti hjá froskum.
Flugið milli Asíu og Evrópu var með ljúfasta móti. Við höfðum búið okkur undir löng og þreytandi flug, svefnlaus í þokkabót, en svo reyndist ekki vera. Strax á fyrsta legg ferðarinnar, milli Bangkok og Kúveit, vorum við sett í business class með sínum breiðu sætum og mikla fótaplássi. Eftir kvöldmat náðum við því að lognast út af eins og ekkert væri og sofa fram að morgunmat. Eftir þennan lúr vorum við svo frísk að það var nánast óþarft að sofa meira, við dottuðum þó smá í Kúveit-Frankfurt leggnum eftir góðan hádegismat.
Þegar við lentum loks í Stokkhólmi rétt fyrir tíu um kvöld vorum við að verða sybbin aftur og eftir að hafa faðmað froska, unga sem aldna, skriðum við upp í rúm á afskaplega kristilegum tíma. Vöknuðum síðan við forvitna Áslaugu Eddu sem fékk sitt knús.
Hér er kalt og loftið ferskt og við erum í þann mund að láta undan uppáhaldsiðju okkar: fara út í búð og versla í matinn!
1 ummæli:
Hæhæ hvert á eiginlega að senda ykkur jólakort. Við þurfum að monta okkur af Þorra litla. -Bragi og Kristjana
Skrifa ummæli