Einu sinni endur fyrir löngu voru í Kópavoginum haldin svokölluð ýsukvöld og bar þau alla jafna upp á þriðjudögum. Klúbburinn samanstóð af mér og Pétri afa og slæddust stundum aðrir góðir gestir með.
Siðnum hefur síðan verið haldið við en þó með einhverjum hléum vegna dvalar minnar og spúsu minnar á erlendri grundu. Í gærkvöldi var rykinu svo blásið af þessum góða sið og fyrstu ýsuflökunum sporðrennt með soðnum kartöflum úr garðinum hjá afa og gæðasalati.
1 ummæli:
en skemmtilegt!
Skrifa ummæli