mánudagur, 11. maí 2009

Laugardagsleikhús

Á laugardaginn mættum við Ásdís í Borgarleikhúsið og sáum þar Ökutíma. Ég vissi nú ekkert um verkið áður en við fórum annað en að mér líkaði tónlistin. Geisladiskur með músíkinni fylgdi okkur um Vestfirðina í fyrra og bætti smáaukabragði við þá mögnuðu upplifun.

Leikritið þótti mér í alla staði vel heppnað og líkaði frásagnarstíllinn sérdeilis vel. Ég vil alls ekki segja of mikið enda lítið fyrir froðukenndar endur- og umsagnir, mæli bara eindregið með sýningunni.

Langi fólk að lesa skemmtilegar umsagnir um eitthvað þá mæli ég með þessari stuttu umfjöllun um Klintrimús.

Engin ummæli: