Jæja, það er ekki seinna vænna að setja sér nýársheit ætli maður það sér á annað borð. Ég hef fram til þessa lítið sem ekkert tekið þátt í þessum sið, sem er kannski kaldhæðið í ljósi þess að ég er markmiðsdrifin allra jafna og kann vel við að marka stefnu.
Mér skilst að vænlegast til árangurs sé að setja sér vel skilgreind og nákvæm markmið. Ég á ekki erfitt með það, það er frekar að mér reynist erfitt að vera ekki of nákvæm. Hér eru 12 nýársheit fyrir 2012:
- prjóna á sjálfa mig lopapeysu
- ganga Laugaveginn
- blogga reglulegar en ég hef gert síðustu ár, helst vikulega yfir vetrarmánuðina
- gera mína fyrstu time lapse eða stop motion myndaseríu og fá mér í þeim tilgangi þrífót á Rebelinn minn og kannski fjarstýringu
- heimsækja allavega eitt nýtt land á árinu
- lesa The Course in Miracles
- taka a.m.k. mánaðarnammibindindi og huga meira að hráfæðinu
- lesa fimm klassísk bókmenntaverk, t.d. Frankenstein og Les Misérables
- ganga hringinn í kringum Lovund - það væri líka gaman að fara upp á fjallið en það verður ekki neitt sem ég ætla að lofa mér eða öðrum að gera
- byrja að hugleiða aftur
- skrifa smásögu - frekar mikil áskorun að setja þetta undir nýársheit en ég vil frekar gera það heldur en að gleyma þessum draum og rifja hann upp á níræðisaldri
- kraftganga reglulega og lyfta lóðum í litla gymminu
Svo eru önnur markmið sem ég hef velt fram og til baka, inn og út af listanum. Að endingu ákvað ég að setja þau ekki undir nýársheitin mín en læt þau hins vegar fljóta hér með svo ég gleymi ekki að láta af þeim verða:
- kaupa mér nýja jógadínu og fá hana senda á eyjuna
- kaupa mér upptökuvél og safapressu
- horfa á Star Wars myndirnar
- lesa allar bækurnar sem ég fékk í jóla- og afmælisgjafir, og Baldurs líka
- hlusta á Neil Young og Bítlan
- vera tímanleg í gjafakaupum
Nú er bara að bretta upp ermarnar og byrja að massa nýársheitin. Eitthvað segir mér að að eitt þeirra verði uppfyllt mjög fljótlega.
2 ummæli:
VÁ hvað þetta eru skemmtileg nýársheit! Ég er viss um að þú eigir eftir að uppfylla þau öll.
Ætlaru ekki svo að birta smásöguna hérna á blogginu? ;)
Já, ég er ánægð með nýársheitin og er að vinna að þeim svona jafnt og þétt. Notaði helgina í að kynna mér skrif á smásögu og er komin með fyrstu setninguna, sem er víst sú mikilvægasta :)
Aldrei að vita hvað ég geri þegar sagan er komin í hús, en ábyggilegt að áhugasamir fá afrit :)
Skrifa ummæli