þriðjudagur, 24. janúar 2012
Rjúkandi rauðlinsusúpa
Hér er afskaplega einföld uppskrift að linsusúpu sem hentar einstaklega vel til að nýta grænmetið í ísskápnum sem liggur undir skemmdum. Þar að auki er hún full af góðri næringu úr linsunum og svo er hún rjúkandi heit þannig að vetrarkvöldin eru kjörin félagsskapur með súpunni.
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
2 gulrætur
1/2 kúrbítur
smá bútur af blómkáli
1 bolli rauðar linsur (ósoðnar)
1 dós tómatar
góð olía til steikingar
1-2 tsk cumin
1 tsk túrmerik
2-3 tsk papríka
2 tsk þurrkaður chilli (miðast við mildan chilli)
Salt og pipar eftir smekk
Grænmetiskraftur eftir smekk
Laukurinn skorinn smátt og steiktur upp úr olíu í potti í 3 mín. Kreista hvítlauksgeira út á og steikja í 2 mín. Því næst hræra allt krydd út í laukinn (fyrir utan salt, pipar og kraft) og steikja í 2 mín. Bæta við niðursneiddum gulrótum, kúrbít og blómkáli og leyfa að eldast í 3-5 mín. Skola linsurnar vel og bæta þeim út í. Hræra öllu saman. Því næst bæta við tómötum úr dós og vatni eftir smekk, u.þ.b. 1,3 l. Það má síðan alltaf bæta meira við meira vatni í lokin. Salti, pipar og grænmetiskrafti bætt út í.
Leyfa súpunni að sjóða í 45 mín með lokinu hálftylltu. Múla súpuna með töfrasprota. Smakka til og bæta við kryddum eftir smekk.
Með súpunni er frábært að bera fram heimagerða hvítlauksbrauðið hennar Salome. Einfalt, fljótlegt og síðast en ekki síst: Skemmtilegt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Namm girnó! Ég ætla að prófa þessa við tækifæri :) Kv. Saló
Skrifa ummæli