fimmtudagur, 5. apríl 2012

Skírdagur 2012

Nú hellist yfir mig heimþráin á þessum fyrsta degi páskafrísins. Ef við værum heima á Íslandi værum við nefnilega í dag að bjóða yfir til okkar í Skírdagsbröns. Við byrjuðum á þessu á páskunum 2009 og það eru einir eftirminnilegustu og bestu páskar sem ég hef átt.

Við dekkuðum borðið með nýjum dúk, ég klippti greinar af runna í garðinu og setti í vasa, skreytti með gulum ungum og litríkum eggjum. Bætti svo páskaliljum við til að toppa þetta. Við buðum síðan upp á jacket potatoes með baked beans og osti, eggjaskrömblu og ýmsa skemmtilega safa. Í eftirrétt var hvorki meira né minna en þriggja hæða súkkulaðitertu sem ég hafði bakað og espresso í litlum, hvítum bollum.

Það er gott að halda í hefðir og það er mjög skemmtilegt að búa til nýjar hefðir. Fyrst það var enginn Skírdagsbröns í ár  fór ég að dunda mér við myndavélina og æfa mig. Hér er lítið brot af því sem kom út úr því, meira eftir þrjár vikur.





Engin ummæli: