mánudagur, 2. júlí 2012

Alveg Lost

Tímamót. End Of An Era eins og þeir segja fyrir vestan.

Í gær kláruðum við að horfa á síðustu seríuna af Lost. Við stóðumst ekki mátið að byrja aftur að horfa á seríuna þar sem frá var horfið nú þegar við erum stödd á eyju af sambærilegri stærð og þeirri sem vinir okkar í Lost eru á.

Þetta er búið að taka okkur svolítinn tíma verð ég að segja. Ég byrjaði að horfa á fyrstu þættina á RÚV einhvern tímann síðla veturs 2004 þegar við bjuggum á Stúdentagörðum, svo héldum við áfram þegar við fluttum á Frederikssundsvej í ágúst 2005, náðum ekki að klára 2. seríu þá en það gerðist í júní 2006. Vorið 2010 náðum við síðan að horfa á 3. seríu.

Svo kom Lovund 2012 og við þrykktum þessu í gang og kláruðum. 4., 5. og 6. sería allt á einu bretti! Metið okkar voru níu þættir á einu degi og það á föstudegi eftir vinnu. Good times! Samt ekki allt gott, mér finnst alltaf erfitt að klára seríur og Lost var engin undantekning og nokkur tár fengu að trylla. Þau verða nú einhvern tímann að fá eitthvað að gera.

Nú vitum við auðvitað ekkert hvað við eigum af okkur að gera en það er bara viðbúið að maður sé svolítið týndur og ringlaður eftir svona þeysireið. Er plásturinn á sárið ekki bara True Blood?

2 ummæli:

Augabragð sagði...

Ö jú! Ég er búin að horfa á fyrstu þættina. Svo gaman! Þó er ég viss um að það sé líka gaman að geyma þá og horfa svo á alla séríuna í einu :)

ásdís maría sagði...

True Blood er svo mikil snilld! Og ég var einmitt að bíða eftir að þú myndir kommenta á þessa færslu út af True Blood híhí :)

Er enn ekki farin að horfa á 5. seríu af TB, vil safna aðeins upp áður en allt byrjar. Hlakka til!