Í gær...
... hjóluðum við í heiðríkju niður í bæ
... heimsóttum við Kalla afa Baldurs á spítalann
... hjólaði ég Fossvoginn heim
... lét ég heillast af gróðurfari eina ferðina enn
... (elskaði ég Fossvoginn og geri enn)
... fór ég ekki í sjósund í Nauthólsvík þó mig langaði mjög mikið til þess
... varð ég pirruð á því hve vetraropnun Nauthólsvíkur hefst snemma!
... kom ég við hjá Finnboga fisksala og keypti hlýra í kóríander og lime
... bætti ég brokkólí út í hlýrann með kóríander og lime
... kláruðum við loksins Gamlingjann sem skreið út um gluggann - hún er æði!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli