mánudagur, 22. október 2012

Pönnukökur

 
Það er fátt eins viðeigandi á sunnudagskvöldi en að skella í pönnsur. Sérstaklega þegar maður er búinn með sunnudagsbíltúrinn og var svo þjóðlegur að kíkja á Þingvelli! Þá bara verður maður að fá rjómapönnukökur, lögin eru bara svona.
 
Þessa uppskrift fékk ég frá mömmu minni sem fékk hana frá tengdamóður sinni sem var engin önnur en Rut amma mín. Hér hef ég aðeins poppað hana upp í nútímalegra og hollara horf, skipt út hveiti og sykri fyrir spelt og agave. Síðan má meira að segja skipta út smjöri fyrir kókosolíu en það hef ég reyndar ekki prófað. Þá má einnig næringarbæta pönnsurnar með því að hafa helming spelt magnsins úr grófu spelti, sem er eitthvað sem ég ætla að prófa næst.
 
Þetta var í fyrsta sinn sem ég bakaði þessar pönnsur úr spelti og það kom mjög vel út. Ég gerði helminginn að uppskriftinni hér að neðan og notaði þá 2 egg og 3 dl mjólk.
 
Pönnsur, 25 stk

5 dl fínmalað spelt
1/2 tsk salt
1 tsk vínsteinslyftiduft
3-4 egg
6-7 dl mjólk
50 g smjör
2 tsk agave sýróp
2 tsk vanillu- eða sítrónudropar

Bræða smjörið á pönnukökupönnunni og taka svo af hellunni til að kólna. Sigta speltið ofan í skál og bæta salti og vínsteinslyftidufti saman við, hræra saman. Bæta nú við helmingnum af eggjum og mjólk og hræra vel saman við þurrefnin, bæta síðan restinni við og hræra þar til deigið er kekkjalaust. Að lokum hrærum við út í smjörinu, agave sýrópinu og vanilludropunum. Og þá er bara eftir að steikja kökurnar á pönnunni og raða snyrtilega í stafla.

Við borðuðum okkar sunnudagspönnsur með bláberjasultu og þeyttum rjóma. Prófuðum líka eina með hlynsýrópi og sítrónusafa, en hlynsýrópið er eiginlega of bragðsterkt fyrir það kombó (betra með strásykri og sítrónu).

Hér er svo skref fyrir skref  hvernig njóta skal rjómapönnuköku hvaða daga vikunnar sem er:

1. Hellið lífrænni mjólk í uppáhaldsglasið ykkar.
 


 
2. Smyrjið pönnukökuna með bláberjasultu og dreifið úr rjómaslettu yfir einn fjórðung pönnsunnar.
 



3. Brjótið pönnukökuna saman í fernt svo hún myndi lítið og búttað umslag.
 

 
 
4. Notið skeið, gaffal eða fingurna til næla ykkur í fyrsta bitann, stingið honum upp í munninn, tyggið og njótið. Skolið svo niður með mjólkursopa!
 

2 ummæli:

Tiffany sagði...

Those look so yummy! My dad is from Finland and he makes great Finnish pancakes. I made a vegan version on my blog using whole wheat flour (which we love_). I also noticed your Moomin cups, very cute! :)

ásdís maría sagði...

How sweet of you to check out by blog! And it's all in Icelandic, so I guess you don't get much of what I'm writing :)

Yeah, moomins are pretty much the best in my books, and Finland is wonderful. Went there for the first time this February, and it was freezing, snowy and magnificent.