Það má segja að þetta lag sé lagið okkar Baldurs, með öfugum formerkjum. Mér finnst gaman að raula með laginu af og til og hef í sjálfu sér ekkert á móti því, en Baldur aftur á móti þolir ekki lagið. Það þýðir auðvitað bara eitt: Ég hef einstaka unun af því að syngja þetta fyrir hann.
Og það er heilmikla visku að finna í þessum texta: Along with the sunshine, there has got to be a little rain sometimes. Hvar værum við án rigningarinnar og andstæðanna í lífinu sem draga fram spegilmyndir?
Það mætti allavega alveg koma góður skúr núna og skrúbba saltið af rúðunum, just saying.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli