Eða kannski ekki. Nei, ég held við höldum okkur við Snorrabrautina, allavega í nokkrar vikur til viðbótar. Við fórum hins vegar og fengum lánað lítið og meðfærilegt tjald og í gær fórum við svo út á Klambratún og prufutjölduðum því.
Sumir voru í frisbí, aðrir að viðra hundana, við vorum að prufutjalda. Það er sportið okkar núna. Í gærkvöldi allavega. Svona upp á sportið að gera þá held ég að ég sé nú hrifnar af því að stofna Valhoppsfélag Reykjavíkur, eða Skotboltafélag Reykjavíkur. Verð að muna að koma því einhvern tímann við.
En já, af hverjum vorum við að prufutjalda á Klambratúni? Jú, við ætlum að skreppa til Noregs í næstu viku í smá heimsókn um suðurlandið. Taka út aðstæður, heimsækja nokkur gym, mæta á nokkra viðskiptafundi... og gista í tjaldi.
Það verður aldrei hægt að skafa það af okkur: Við gerum 'etta með stæl! Við erum með 'etta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli