Fjölskylduferð!
Kíktum í sund í Hveragerði þar sem pottar voru volgir og fóru kólnandi, sturtur voru í frískari kantinum og gufan bubblandi heit eins og hverinn undir.
Eftir gott busl í lauginni var matarlystin orðin góð og við fengum okkur hádegismat á Heilsuhæli NLFÍ.
Eftir það var brunað upp á Tortu í smá kaffi, úkúlele tónleika og náttúruskoðun.
Enduðum upp á Geysissvæði, biðum þolinmóð eftir Strokki og gengum svo sátt frá þegar hann hafði lokið sínu. Nema hvað Strokkur gaus óvænt á nokkra úr okkar hópi svo við urðum að hlaupa undan heitri gusunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli